Vinstri grænir með blaðamannafund

Vinstri grænir með blaðamannafund

Kaupa Í körfu

SPARNAÐUR hefur verið of lítill í íslensku hagkerfi en hann má örva með innlendu skuldafjárútboði. Það myndi styrkja eigið fé Seðlabanka Íslands en þar að auki ætti að auka gjaldeyrisvaraforðann þannig að hann nemi 250 milljörðum. Þetta er mat þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sem kynnti drög að frumvarpi um ráðstafanir í efnahagsmálum á blaðamannafundi í Alþingishúsinu í gær. MYNDATEXTI Meiri pening VG vill auka eigið fé Seðlabankans um allt að 80 milljörðum til að verja krónuna fyrir sveiflum og auka tiltrú á gjaldmiðlinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar