Neðri-Háls í Kjós

Neðri-Háls í Kjós

Kaupa Í körfu

ÉG er alveg sallaánægður, segir Kristján Oddsson, bóndi á Neðra-Hálsi í Kjós um nytina í kúnum sínum, en hann og kona hans, Dóra Ruf, hafa um árabil rekið lífrænan búskap. Þau eru með 39 mjólkandi kýr sem aðeins eru grasfóðraðar. Mjólkin sem úr kúnum kemur fer að mestu leyti í lífræna jógúrt sem fyrirtækið Bíóbú framleiðir. Kristján segir áhuga neytenda á lífrænum búvörum mikinn, en innan við 1% bænda stundar lífrænan landbúnað. En það sem vantar hér hjá okkur er að stjórnvöld og forysta landbúnaðarins fari að mæla með þessu og beina fjármagni inn í þetta, segir Kristján. | 8

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar