Söngvarar

Einar Falur Ingólfsson

Söngvarar

Kaupa Í körfu

VIÐ völdum það sem okkur langaði mest til að syngja. Á meðan við hrífumst sjálf af tónlistinni, eru vonandi líkur á að hún nái einnig til áheyrenda, segir Tómas Tómasson baritónsöngvari. Annað kvöld, þriðjudag klukkan 20, halda Tómas og rússnesk eiginkona hans, sópransöngkonan Ljúbov Stuchevskaya, söngtónleika í Salnum og flytja sönglög eftir Tosti og Rachmaninoff og aríur og dúetta eftir Verdi og Tsjækofskí. Með þeim leikur á píanóið Kurt Kopecky, tónlistarstjóri Íslensku óperunnar MYNDATEXTI Óperufólk Lög Rachmaninoffs eru nokkuð nostalgísk, segir Ljúbov Stuchevskaya. Hún er hér með Tómasi og Kurt Kopecky meðleikara.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar