Emanuele Pugi - Ítalskur skiptinemi

Svanhildur Eiríksdóttir

Emanuele Pugi - Ítalskur skiptinemi

Kaupa Í körfu

Skiptineminn Emanuele Pugi hefur notið dvalarinnar í Reykjanesbæ í vetur "Ég sagði einum kennara mínum frá því að ég hefði lært að syngja og þannig fréttist að ég gæti sungið. Eftir það var ég hvattur til að taka þátt í Hljóðnemanum," sagði Emanuele Pugi, skiptinemi frá Ítalíu, sem hefur búið í Reykjanesbæ í vetur og stundar nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS). Hann sigraði á dögunum í Hljóðnemanum, söngvakeppni FS, í félagi við vin sinn Davíð Má Gunnarsson. MYNDATEXTI: Virkur í félagslífi Emanuele Pugi, skiptinemi frá Ítalíu, býr í Reykjanesbæ í vetur og stundar nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar