Gunnhildur Hauksdóttir

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Gunnhildur Hauksdóttir

Kaupa Í körfu

HESTAR ráða ríkjum á sýningu í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi sem ber latneska titilinn Cultus Bestiae, eða Skepnan tignuð. Það verður ekki annað sagt en að hrossin sem fara með aðalhlutverk í tveimur myndböndum í salnum séu tignarleg, vöðvastælt og kraftmikil. Myndböndin tók Gunnhildur af sýningarhestum í Þýskalandi, bæði á sýningum og utan þeirra. Hrossin eru ýmist að leika listir sínar undir stjórn þjálfara, úti í haga að bíta gras eða þá undir tökumanni. Undir hljóma tónar sem listakonan sem gerði með Pétri Eyvindssyni sem gefa innsetningunni nokkuð dularfullan blæ og draumkenndan, ekki síst þegar hægt er á myndbandinu og hrossin sjást hlaupa í grænum og bleikum bjarma. Gunnhildur fangar samband hests og knapa sem einkennist af kraftmiklum mótsögnum tálgaðs vilja og dýrslegrar nálægðar, eins og sýningarstjórinn Ólöf K. Sigurðardóttir kemst að orði. Í Cultus Bestiae sameinast hrá orka og þokkafull mýkt dýrsins MYNDATEXTI Það er verið að gera fegurð ákveðinnar skepnu hátt undir höfði, segir Gunnhildur Hauksdóttir. Hún fangar samband hests og knapa

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar