Björgmundur

Hafþór Hreiðarsson

Björgmundur

Kaupa Í körfu

BJÖRGUNARSVEITIN í Sandgerði aðstoðaði við að draga bátinn Björgmund ÍS-49 á flot eftir að hann strandaði á sandrifi skammt frá höfninni í Sandgerði um klukkan hálffimm í gærmorgun. Báturinn var á leið út úr höfninni þegar atvikið átti sér stað. Einhverjar skemmdir urðu á botni bátsins og þurfti að hífa hann upp á bryggju. Björgmundur ÍS-49 er fimmtán tonna línubátur úr plasti. Báturinn var smíðaður í Hafnarfirði 2005 og gerir aðallega út á þorsk og ýsu. Heimahöfn hans er Bolungarvík

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar