Gráhegri í Kópavogslæk

Gráhegri í Kópavogslæk

Kaupa Í körfu

GRÁHEGRAR eru ekki taldir til íslenskra varpfugla en sjást þó oft hér á landi, einkum að vetrarlagi. Talið er að hegrarnir komi gjarnan frá Noregi. Þeir veiða sér aðallega fisk til matar og sjást þá standa hreyfingarlausir í fjörum og við ár og vötn, líkt og þessi hegri sem var við Kópavogslækinn í félagsskap nokkurra anda á dögunum. Þegar hegrarnir fá færi á fiski skjóta þeir hvössum gogginum í vatnið og góma bráðina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar