Guðlaugssund í Seltjarnarneslaug

Guðlaugssund í Seltjarnarneslaug

Kaupa Í körfu

KRISTJÁN Gíslason náði sínum besta árangri í svonefndu Guðlaugssundi, þegar hann synti 6 km sundið í fyrradag á 1:40.43 klst. eða hvern km á 16 mínútum og 47 sekúndum að meðaltali. Kristján, sem er 52 ára, hefur tekið þátt í sundinu síðan árið 2000, þrisvar í Vestmannaeyjum og fjórum sinnum á Seltjarnarnesi. Kristján segir að hann hafi alltaf verið mikið fyrir sund en aldrei keppt, þar sem hann hafi fengið brjósklos í baki fyrir tæplega 30 árum. Jósep Blöndal, skurðlæknir í Stykkishólmi, hafi kennt sér að lifa með brjósklosinu og síðan hafi hann synt einn kílómetra á hverjum degi. Þátttaka í Guðlaugssundinu sé til að halda upp á þetta afrek, en fyrst og fremst til að lýsa yfir aðdáun á afreki Guðlaugs Friðþórssonar 12. mars 1984, sem hann telji eitt af merkilegustu afrekum íslandssögunnar. Á myndinni eru frá vinstri Birgir Þór Jósafatsson, bræðurnir Baldur, Gísli og Árni Kristjánssynir og Kristján Gíslason, faðir þeirra þriggja.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar