Dubbeldusch

Skapti Hallgrímsson

Dubbeldusch

Kaupa Í körfu

NÝTT íslenskt leikrit, Dubbeldusch, var frumsýnt í Rýminu á Akureyri í gærkvöldi við geysigóðar undirtektir gesta. Umfjöllunarefnið er að sumu leyti grafalvarlegt en verkið jafnframt fyndið og mikið var hlegið á frumsýningunni. Höfundur verksins er Björn Hlynur Haraldsson og hann leikstýrir sjálfur. Myndin er tekin í búningsherbergi leikara skömmu fyrir frumsýninguna; frá vinstri: Hilmar Jónsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, María Heba Þorkelsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Harpa Arnardóttir. Uppsetning Dubbeldusch er samstarfsverkefni Vesturports og Leikfélags Akureyrar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar