Húnvetnskir lomberspilarar
Kaupa Í körfu
Lomberspil er þjóðleg íþrótt og hefur verið stunduð í Húnaþingi í langa tíð. Margar sögur eru af spilavenjum og atburðum tengdum spilinu. Húnvetningar, beggja vegna Gljúfurár, hittast reglulega á hverjum vetri og eiga saman skemmtilegar kvöldstundir. Tvisvar hefur verið efnt til móts með Húnvetningum, Héraðsbúum og Austfirðingum og nú er ákveðið það þriðja, sem haldið verður við Eyjafjörð þann 12. apríl. Spilað verður heilan dag og um kvöldið reiknuð út stig einstakra spilamanna. Styrkur hverrar sveitar verður líka mældur og kunngerður með viðeigandi hætti. Klúbbar Húnvetninga heita Spadda og Ponti en það er heiti á fjórða hæsta trompi í rauðum lit. Lomberspil er skemmtileg afþreying og eru uppi áform hjá Ponta að koma á kennslu í spilinu. MYNDATEXTI Húnvetnskir lomberspilarar á æfingu fyrir mót með Austfirðingum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir