Vignir Kristinsson / innlit

Valdís Þórðardóttir

Vignir Kristinsson / innlit

Kaupa Í körfu

Þegar ekið er inn i Grindavík má sjá hvar nýtt einbýlishúsahverfi er að rísa á vinstri hönd. Götunöfnin enda þar á hópi, t.d. Suðurhóp og Austurhóp. Þarna eru mörg stór og falleg einbýlishús og þar á meðal er húsið sem Vignir Kristinsson og Ólafía Jensdóttir hafa reist sér og fjölskyldu sinni og fluttu í fyrir einu og hálfu ári. Þetta er danskt timburhús sem fyrirtækið Multikerfi í Grindavík flytur inn. MYNDATEXTI Eik í eldhúsi Rúmt er um eldhúsið þar sem það er í einu horni þess sem kalla mætti alrými. Þar er stofan, borðstofan, eldhúsið og aðgengi inn í herbergin. Innréttingin er lökkuð með AB lakki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar