Ketill Larsen

Valdís Þórðardóttir

Ketill Larsen

Kaupa Í körfu

FJALAKÖTTURINN býður til veislu í dag og á morgun og sýnir fimm stuttmyndir frá Norðurlöndunum, þar af tvær íslenskar, Ketil eftir Tómas Lemarquis og Stuttmynd án titils eftir Lars Emil Árnason. Af hinum myndunum þremur ber fyrst að nefna Sniffarann sem hlaut Gullpálmann í Cannes árið 2006 sem besta stuttmynd ársins. Sniffarinn segir frá samfélagi þar sem allir geta flogið en enginn þorir að takast á loft, eins og segir í fréttabréfi Fjalakattarins. Spandexmaðurinn er um 35 ára blaðbera sem kafar í fortíð sína á óvenjulegri skólaskemmtun. Símavörðurinn segir af manni sem býr í símsvara ungs manns. Ákveðin skilaboð kveikja í honum ástarloga og hann kýs að yfirgefa símsvarann. Auk þessara mynda verða áfram sýndar myndirnar Sem á himni, Riddarar hvíta tjaldsins og Ár úlfsins. Dagskrá með sýningartímum má skoða á www.fjalakottur.is en sýningar eru í Tjarnarbíói. MYNDATEXTI Lífskúnstner Heimildarmynd um Ketil Larsen verður sýnd á hátíðinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar