Agnes, Fjóla og hvolparnir

Agnes, Fjóla og hvolparnir

Kaupa Í körfu

Kátur og Hnoðri fundust kaldir og blautir undir sumarbústað í Borgarfirði HVOLPARNIR Kátur og Hnoðri hafa gengið í gegnum ýmislegt á sinni tíu vikna ævi. Þeir fundust í janúar, kaldir og blautir, við sumarbústað í Borgarfirði og móðirin hvergi sjáanleg. Þeir hafa nú eignast fósturforeldra og heilla alla sem þá sjá upp úr skónum. "Við fórum upp í bústað í janúar og sáum þá spor í snjónum sem við héldum að væru eftir ref," segir Fjóla Erlingsdóttir, bjargvættur hvuttanna, en hún og maður hennar hafa lítið litið í bústaðinn vegna ótíðarinnar í vetur. MYNDATEXTI: Bræður Hinir heillandi bræður, útileguhvolparnir, Hnoðri (t.v.) og Kátur í fangi Fjólu og Agnesar Erlingsdætra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar