Jón Ásgeirsson tónskáld

Jón Ásgeirsson tónskáld

Kaupa Í körfu

ÞETTA er búið að standa yfir lengi. Ég er tíu ára gamall þegar ég læri að spila á orgel. Þá voru fyrstu lögin sem ég æfði sálmalögin. Svo var þetta sungið á heimilinu. Nema hvað það kom strax fram hvað það er erfitt að syngja texta Hallgríms við þessa sálma sem eru notaðir í sálmabókinni. Það þurfti að gera breytingar við hvert einasta vers. Hann er með svo breytilegar áherslur í textanum. Þá vaknaði þessi hugmynd hjá mér að einhvern tímann þyrfti maður að búa til lög við þetta, segir Jón Ásgeirsson tónskáld um tildrög þess að hann samdi lög við Passíusálmana, alls fimmtíu erindi, og efndi þar með sjötíu ára gamalt heit sitt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar