Jón Levy

Jón Levy

Kaupa Í körfu

Á munaðarleysingjaheimili í Mexíkó stunda í kringum 150 börn Taekwondo undir handleiðslu sjálfboðaliðans Jóns Levys Guðmundssonar. Hann er nú staddur hér á landi ásamt þremur nemendum sínum og yfirmanni heimilisins. Vala Ósk Bergsveinsdóttir forvitnaðist um málið. Valeria Ramierz Wences, 11 ára, og systkinin Sivia Narai, 13 ára, og Daniel Sanchez Luna, 11 ára, eru búin að ferðast langa leið frá bænum Miacatlán í Mexíkó hingað til Íslands. Tilgangur ferðarinnar er að taka þátt í Taekwondo-æfingabúðum með félögum sínum í vinasamtökum Taekwondo, SsangYongTaeKwon og fylgjast með Jóni Levy taka próf í svarta belti íþróttarinnar. MYNDATEXTI Sigursælir krakkar Frá vinstri: Sigursteinn Snorrason frá SsangYonTaeKwon-félaginu, Jón Levy Guðmundsson og Rafael Bermudez Gutierraz, yfirmaður NPH í Mexíkó, ásamt sigursælu krökkunum þeim Valeriu, Daniel og Siviu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar