Skólavörðustígur

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Skólavörðustígur

Kaupa Í körfu

ÞAÐ á ekki að setja Skólavörðustíg í stokk eins og hugsanlega mætti ráða af hinum djúpa skurði sem hefur verið grafinn í efri hluta stígsins. Ástæðan fyrir því að svo djúpt er grafið er sú að endurnýja á allar lagnir undir stígnum. Yfirborðið verður líka endurnýjað með nýjum gangstéttum og trjágróðri auk þess sem hiti verður lagður bæði í stéttir og akbraut. Að sögn Ámunda Brynjólfssonar hjá framkvæmdasviði borgarinnar hefur verkið gengið vel.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar