Opnun blúshátíðar

Opnun blúshátíðar

Kaupa Í körfu

OPNUNARHÁTÍÐ Blúshátíðar í Reykjavík var formlega haldin á Hilton Reykjavík Nordica í gær, en hátíðin er nú haldin í fimmta sinn. Heiðursfélagi Blúshátíðarinnar var formlega kynntur við setninguna í gær, en það var trommuleikarinn Ásgeir Óskarsson sem varð fyrir valinu að þessu sinni. Ég átti alls ekki von á þessu, það eru venjulega gítar- eða munnhörpuleikarar sem fá þetta, segir Ásgeir sem fékk forláta trommusett að launum. Þetta er mjög gott trommusett, og maður á aldrei nóg af þeim, segir Ásgeir sem tók að sjálfsögðu í settið á opnunarhátíðinni. Þótt Ásgeir sé hvað þekktastur sem trommari Stuðmanna og Þursaflokksins hefur hann alltaf fengist við blús meðfram poppinu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar