Framtal

Framtal

Kaupa Í körfu

HALDINN var skattadagur í Alþjóðahúsi í gær í samstarfi við Deloitte og lögfræðiþjónustu laganema við HR. Að sögn Gunnars Egils Egilssonar, eins umsjónarmanna skattadagsins, var í nógu að snúast en um 250 manns komu yfir daginn með um 450 framtöl. Strax við opnun kl. 9 biðu um 30 manns eftir leiðsögn og voru að staðaldri um 15 til 20 sem biðu eftir afgreiðslu. Sagði Gunnar Egill ljóst að framtalsgerð gæti vafist verulega fyrir þeim sem ekki eru vanir íslensku skattaumhverfi eða ekki vel læsir á íslensku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar