Hilmar Veigar Pétursson CCP
Kaupa Í körfu
Áskrifendum fjölgar enn að tölvuleiknum EVE Online, 230 þúsund eru fastir áskrifendur og 50 þúsund til viðbótar með prufuáskrift. Ekkert lát virðist því á vinsældum leiksins, sem stofnað var til fyrir fimm árum, og CCP er komið langt frá upphafinu á lítilli skrifstofu við Klapparstíg. „Þetta hefur breyst hratt á ótrúlega skömmum tíma,“ segir Hilmar. „Samt hefur þetta verið lengi að líða, svona þegar maður er með nefið ofan í þessu. En ef maður lítur aðeins upp, þá áttar maður sig á því að á síðustu þremur árum hefur starfsmönnum fjölgað um 300. Fyrirtækið er með skrifstofur í þremur löndum og þar mætast því ólíkir menningarheimar, ekkert síður en í leiknum EVE Online. Þetta er endalaust ströggl, segir Hilmar aðspurður um menningarárekstra innan CCP, en við vorum meðvituð um það frá byrjun og styrkleiki okkar felst fyrst og fremst í samsetningu ólíkra sérfræðinga frá mismunandi menningarheimum. Við viljum hafa þetta eins fjölbreytt og hægt er, enda skilar það vöru sem höfðar til breiðari hóps.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir