Forsetinn heimsótti 3X

Halldór Sveinbjörnsson

Forsetinn heimsótti 3X

Kaupa Í körfu

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti í fyrradag fyrirtækið 3X Technology á Ísafirði. 3X hlaut Útflutningsverðlaun forseta Íslands árið 2006 fyrir ágætan árangur sem fyrirtækið hafði náð á skömmum tíma í sölu og markaðssetningu á sérhönnuðum tækjum og tækjalausnum fyrir matvælaiðnaðinn. Árangur fyrirtækisins sýnir hverju hugvit, þekking og tækni fær áorkað og starfsemi þess er gott dæmi um nýsköpun í atvinnulífi á landsbyggðinni, segir í frétt frá embætti forseta Íslands. MYNDATEXTI Eftir að Ólafur Ragnar Grímsson hafði gengið um fyrirtækið var boðið upp á veitingar á kaffistofunni og þar tók Mugison á móti gestum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar