Stefanía Gunnarsdóttir

Ragnar Axelsson

Stefanía Gunnarsdóttir

Kaupa Í körfu

Það er eiginlega bara kjánalegt að halda að bifvélavirkjun sé ennþá algjört karlastarf. Stefanía Gunnarsdóttir, sem starfar á bifvélaverkstæði Heklu, sagði Völu Ósk Bergsveinsdóttur frá því hversu skemmtilegt það er að vera skítugur upp fyrir haus alla daga. Stefanía, eða Steffí eins og hún er alltaf kölluð, var búin að stunda nám við Menntaskólann við Sund í tvö ár þegar það rann upp fyrir henni að hana langaði að læra bifvélavirkjun. Bílaáhuginn hafði aukist jafnt og þétt síðan hún kynntist núverandi vinahópi sínum 14 ára gömul en hópurinn er allur á kafi í bílum og bílaviðgerðum. Fyrst hékk ég inni í skúr með vinum mínum og fylgdist með þeim gera við bíla, útskýrir Steffí, sem síðan gerði sér grein fyrir því að þetta væri eitthvað sem ætti vel við hana. MYNDATEXTI Stefanía Gunnarsdóttir finnst starfið fjölbreytt og gaman að fá ný verkefni á hverjum degi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar