Helgi Gretar Kristinsson

Helgi Gretar Kristinsson

Kaupa Í körfu

Hann sigldi ungur til Danaveldis til að læra skiltamálun en sérhæfði sig seinna í marmaramálun og gyllingu. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti hagleiksmanninn Helga Gretar Kristinsson og dáðist að hlutum sem hann hefur farið höndum um. Gamla handverkið hefur alltaf togað í mig, alveg frá því ég fyrst snerti á pensli, en skiltamálun var minn starfsvettvangur í byrjun. Ég fór til Danmerkur sautján ára gamall til náms í skiltamálun, hvattur af mínum meisturum hér heima. Vissulega var spennandi að fara utan í nám svo ungur og ekki síður lærdómsríkt. En ég vissi nokk hvað ég vildi, segir Helgi Gretar Kristinsson málari. MYNDATEXTI Helgi hefur lagt mörg handtök í predikunarstólinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar