Köttur í tré

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir

Köttur í tré

Kaupa Í körfu

...Það eru ekki allir sem geta séð fyrir sér að krummar séu heppilegir til átu. Sumir kettir eru þó þeirrar skoðunar að þeir séu einmitt kjörin stórmáltíð, sérstaklega um hátíðar. Kisi nokkur klifraði hátt upp í tré á eftir krumma um páskana. Krumminn sat efst í trénu hinn rólegasti á meðan kisi sat titrandi á grein nokkru neðar og iðraðist þess að hafa látið krumma plata sig með þessum hætti. Úr vöndu var að ráða að komast aftur niður, en kisi varð að láta sig hafa það að stökkva margra metra niður úr trénu enda var hann fjarri heimili sínu og hjartagæsku eigendanna sem eflaust hefðu hringt í neyðarlínuna til að bjarga lífi heimiliskattarins

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar