Þórarinn Guðnason

Þórarinn Guðnason

Kaupa Í körfu

Ein af mínum uppáhalds plötum og plata sem ég mæli hiklaust með fyrir alla tónlistarunnendur er platan State of Mind með Raul Midón. Platan er að mestu leyti þægileg blanda af poppi, soul og jazz og einkennist helst af rosalegri rödd Rauls og sérstökum kassagítarleik hans. Lögin á plötunni eru misgóð en flest eru þau frábær og þrátt fyrir að hann flakki heilmikið á milli tónlistarstefna nær hann alltaf að halda sama anda og einlægni í gegnum plötuna. Ég hef þann leiðinlega eiginleika að geta auðveldlega fengið leiða á lögum en þetta er plata sem ég fæ bara ekki leiða á. Tilvalið lag til að byrja á er titillagið. Í því lagi má segja að hann líki eftir trommum og bassa með einkennandi gítarspili meðan hann syngur, auk þess sem lagið skartar einhverju svakalegasta munntrompetsólói sem ég hef heyrt. Þórarinn Guðnason, gítarleikari í Agent Fresco.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar