Frá Grímsey

Helga Mattína Björnsdóttir

Frá Grímsey

Kaupa Í körfu

. VIÐ hófum grásleppuveiðarnar 15. mars sl. og örugglega væri hægt að fiska ef veður gæfi, segir Svafar Gylfason, skipstjóri á Konráði EA 90 í Grímsey, um grásleppuveiðarnar að undanförnu. Við höfum ekki komist nógu grunnt eins og tíðin er núna. Annars er of snemmt að spá um útkomuna, við fáum þetta 50 til 60 grásleppur, jafnvel 5-6 nátta, segir hann. Með Svafari um borð í Konráði EA á grásleppuvertíðinni eru þeir Sæmundur Ólason og Rúnar Helgi Kristinsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar