Öryggismál hjá Eimskip

Öryggismál hjá Eimskip

Kaupa Í körfu

Flutningasvið Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) vinnur að handbók um frágang á farmi og er vonast til þess að hún komi út á vordögum. Signý Sigurðardóttir, forstöðumaður flutningasviðs SVÞ, segir að í kjölfarið verði farið í mikla herferð til að vekja ökumenn til umhugsunar um mikilvægi þess að ganga ávallt rétt frá farmi. Í janúar 2007 hittust öryggisstjórar eða fulltrúar Eimskips, Samskips, Skeljungs, Húsasmiðjunnar og Landssambands vörubifreiðaeigenda og bundust samtökum um að taka á öryggismálum í sambandi við flutning á farmi vegna alvarlegra ábendinga, einkum í fjölmiðlum, um að víða væri pottur brotinn í þessu efni. MYNDATEXTI Flutningasvið SVÞ leggur áherslu á að farmur sé festur tryggilega með viðurkenndum búnaði, s.s. klossum, loftpúðum, borðum og keðjum, eins og Eimskip notar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar