Kristín Steinsdóttir / Sögusteinninn

Kristín Steinsdóttir / Sögusteinninn

Kaupa Í körfu

Ég var svo lánsöm að alast upp ofan í sagnabrunni, sagði Kristín Steinsdóttir rithöfundur í þakkarávarpi sínu í gær, þegar hún tók við Sögusteininum, barnabókaverðlaunum Ibby og Glitnis. Vigdís Finnbogadóttir afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Ljósmyndasafni Reykjavíkur MYNDATEXTI BORÐI Kristínar nú eru tvö handrit; annað að barnabók sem hún byrjaði að skrifa fyrir níu árum, og hitt að skáldsögu fyrir fullorðna sem hún byrjaði að skrifa fyrir um fimm, sex árum. Ég skrifa þetta á víxl, og hleypi öðru að inn á milli. En verðlaunin kveikja aftur á barnabókahöfundinum og ég fer bráðum til Barcelona í nokkrar vikur og tek barnabókarhandritið með mér þangað, segir Kristín sem hér sést ásamt frú Vigdísi Finnbogadóttur og Má Mássyni formanni menningarsjóðs Glitnis

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar