Ólafur Brynjólfsson

Ólafur Brynjólfsson

Kaupa Í körfu

UMHVERFISSTEFNA Árvakurs fær sérstaka umfjöllun í Focus, sérriti um umhverfismál sem fylgir aprílhefti tímarits IFRA, alþjóðasamtaka dagblaðaútgefenda og dagblaðaprentiðnaðarins. Samtökin standa m.a. fyrir viðamiklum fagsýningum, rannsóknum og veita iðnaðinum ýmsa faglega þjónustu. Hægt er að lesa tímaritið á vefslóðinni www.iframagazine.com/green. Ólafur Brynjólfsson, umhverfis- og gæðastjóri Árvakurs, prýðir forsíðu Focus en aðalgrein blaðsins fjallar um hvernig sætta má rekstrarleg sjónarmið og umhverfissjónarmið. Þar er bent á að í fréttum sé mikið fjallað um loftslagsbreytingar og hvernig sé hægt að sporna við þeim. Spurt er hvað dagblöðin sjálf geri í þeim efnum. Útgefendur dagblaða hvarvetna í heiminum megi eiga von á strangari löggjöf um umhverfismál og dagblöðin finni sig knúin til að draga úr umhverfisáhrifum sem fylgi útgáfunni. MYNDATEXTI Ólafur Brynjólfsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar