Förðunar- og hárgreiðslukeppni í Smáralind

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Förðunar- og hárgreiðslukeppni í Smáralind

Kaupa Í körfu

Framtíðin er núna. Þeir voru að minnsta kosti vel með á nótunum nemarnir sem tóku þátt í hárgreiðslu- og förðunarkeppninni Hamskipti 2008 sem fram fór í Vetrargarðinum í Smáralind á fimmtudagskvöldið, en þema keppninnar að þessu sinni var framtíðin í hár og förðun. Bleikir lokkar og fjólubláir, álskreytingar og tölvutakkaprýddur haddur voru meðal þess sem fyrir augu bar. MYNDATEXTI Hún er óneitanlega tilhöfð og vel litasamsett en þó skemmtilega fortíðarskotin húsmóðirinn sem Ísak Freyr Helgason á heiðurinn að.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar