Michael Grossman

Michael Grossman

Kaupa Í körfu

Offita er vaxandi vandamál á Vesturlöndum. Ísland er þar engin undantekning. Meirihluti fullorðinna Íslendinga er yfir kjörþyngd og hlutfall þeirra sem eru í offituflokki er komið yfir þau mörk sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) skilgreinir sem offitufaraldur. Yfirleitt er fjallað um offitu sem lýðheilsu- eða fagurfræðilegt vandamál en hún er ekki síður viðfangsefni fyrir atferlisvísindi og hagfræði. Það er því engin tilviljun að undirgrein hagfræðinnar sem kennd er við heilsu hafi vaxið fiskur um hrygg á liðnum árum og misserum. Það er skondin tilviljun að einn virtasti fræðimaður heims á sviði rannsókna á áhrifum offitu á hagkerfið skuli heita Michael Grossman MYNDATEXTI Michael Grossman hefur lagt stund á heilsuhagfræði í 40 ár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar