Margrét, Gunnar og Ómar

Margrét, Gunnar og Ómar

Kaupa Í körfu

KENNSLA á háskólastigi í opinberri stjórnsýslu er býsna ung að árum hér á landi en hefur vaxið mjög og þróast á örfáum árum frá því hún var tekin upp. Nú hefur Háskóli Íslands ráðist í að bjóða upp á svonefnt MPA-nám í opinberri stjórnsýslu (MPA stendur fyrir Master of Public Administration) með nýjum formerkjum og möguleikum. Þar er grunnurinn samur og áður en um leið er nemendum gefinn kostur á að sérhæfa sig á ellefu mismunandi fagsviðum og þannig laga námið að því sviði sem þeir starfa eða hyggjast starfa við. Það eru þau dr. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor, Margrét S Björnsdóttir, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og dr. Ómar H. Kristmundsson, dósent og formaður námsnefndar í MPA-námi, sem hafa haft veg og vanda af því að þróa þessa nýju sérhæfingarmöguleika í samstarfi við aðrar deildir og kennara Háskólans MYNDATEXTI Margrét S. Björnsdóttir, Gunnar Helgi Kristinsson og Ómar H. Kristmundsson hafa haft veg og vanda af því að þróa nýja sérhæfingarmöguleika í MPA-náminu. Námið hefur verið í boði í Háskóla Íslands í nokkur ár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar