Alþingi 2008

Alþingi 2008

Kaupa Í körfu

VORIÐ nálgast og þar með þinglok. Fjölda þingmála hefur verið dreift undanfarið enda var síðasti dagur til að skila þeim inn 1. apríl sl. Ný þingskapalög gera ráð fyrir lengri starfstíma Alþingis, þ.e. út maí, en þingfundadagar eru þó ekki fleiri en áður. Nefndir þingsins hafa hins vegar rýmri tíma til að sinna sínum málum og veitir eflaust ekki af, enda hafa þær nú á annað hundrað þingmála til meðferðar. Þar af eru 44 stjórnarfrumvörp og 56 þingmannafrumvörp. Mikið mæðir á menntamálanefnd, sem hefur t.d. stór frumvörp um öll skólastigin til meðhöndlunar, og allsherjarnefnd, sem hefur viðamikil frumvörp dómsmálaráðherra um almenn hegningarlög, almannavarnir og meðferð sakamála á sínu borði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar