Nefnd um ímynd Íslands kynnir skýrslu

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Nefnd um ímynd Íslands kynnir skýrslu

Kaupa Í körfu

ÍMYND Íslands er almennt jákvæð, en afar veikburða og smá í útlöndum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu nefndar forsætisráðherra um ímynd Íslands sem kynnt var á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í gær. Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, var formaður nefndarinnar. Ímynd er öllum þjóðum nauðsynleg og getur skipt gríðarlega miklu máli, breytt gengi gjaldmiðla og haft áhrif á lífsafkomu þjóða, sagði Svafa á fundinum. Það er því mikilvægt að unnið sé að því hér á landi, sem fjárfestingu, að byggja upp og treysta ímynd þjóðarinnar. MYNDATEXTI Nefnd forsætisráðherra leggur til að ímyndarvinna verði samhæfð. Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, kynnir skýrslu nefndarinnar, sem m.a. komst að því að íslensk fyrirtæki forðast tengingu við Ísland.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar