Valsstúlkur á æfingu

Friðrik Tryggvason

Valsstúlkur á æfingu

Kaupa Í körfu

ÞÓTT meistaraflokkur Vals í kvennaknattspyrnu hafi orðið Íslandsmeistari í fyrra, annað árið í röð, þurfa þær að hafa allar klær úti til að fjármagna æfinga- og keppnisferðir sínar. Að þessu sinni ætla þær að þrífa heimahús gegn sanngjörnu gjaldi og gefst því sjaldgæft tækifæri til að fá Íslandsmeistara til að sjá um tiltektina og styrkja Valskonur um leið til afreka. Safnað er fyrir æfingaferð til Akureyrar. Við erum mjög hraustar og samviskusamar, tökum sanngjarnt verð, segir í tölvupósti sem Kristín Ýr Bjarnadóttir framherji sendi til fjölskyldu, vina og vinnufélaga í gær. Valskonur æfa að meðaltali sex sinnum í viku, auk þess sem þær spila æfingaleiki. Þær eru m.a. í Boot Camp-æfingum, æfa sig með ketilbjöllum og lyfta í World Class. Við erum bara heppnar ef við komumst á fótboltaæfingu, segir Kristín Ýr.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar