Hljómsveitin Númer Núll

Hljómsveitin Númer Núll

Kaupa Í körfu

NÝÚTKOMIN er hljómplatan Lykill að skírlífisbelti með rokksveitinni Númer Núll. Hljómsveitin hefur þó verið starfandi í rúm fjögur ár og ýmsar ástæður fyrir löngum meðgöngutíma plötunnar. Gestur Guðnason, söngvari og gítarleikari, tjáir blaðamanni að meðlimir eigi allir ættir að rekja upp í Skagafjörð. Tríóið er ekki beint blautt á bak við eyrun; Gestur hefur t.d. starfað með fjölda sveita, þ.á.m. Stórsveit Nix Noltes, Skátum, 5tu herdeildinni og Benna Hemm Hemm, trymbillinn Garðar Þ. Eiðsson hefur leikið með Varða (Varði Goes Europe) og bassaleikarinn Jón Svan Sveinsson er fyrrum meðlimur Daysleeper og leikur einnig með Sverri Bergmann. MYNDATEXTI Kannski var sveitin stofnuð öðrum þræði til að takast á við borgarlífið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar