Pakkað í Resolute Bay

Einar Falur Ingólfsson

Pakkað í Resolute Bay

Kaupa Í körfu

Vont veðurútlit á pólnum gæti tafið heimför Haraldar Er búinn undir nokkurra daga bið úti á ísnum VEÐURÚTLIT er slæmt á norðurpólnum og óvíst hvort hægt verður að sækja Harald Örn Ólafsson út á heimskautaísinn næstu daga. Hann hafði rekið 10 km til baka frá pólnum um kaffileytið í gær. MYNDATEXTI: Ingþór Bjarnason og Una Björk Ómarsdóttir fóru í gegnum vistir Ingþórs og Haralds í gær. Þau pökkuðu því sem á að fara aftur heim og stefna að því að hafa allt tilbúið til brottfarar þegar komið verður með Harald af ísnum. _______________________________________________ (Resolute Bay, Kanada, 11. maí 2000. Ingþór Bjarnason og Una Björk Ómarsdóttir fara í gegnum vistir og hafurtask leiðangursmannanna Ingþórs og Haraldar Arnar Ólafssonar Norðurpólsfara í skúr í Resolute Bay, þar sem heimskautaleiðangrar hafa aðstöðu. Þau pakka því sem á að fara afturheim og stefna að því að hafa allt tilbúið til brottfarar þegar komið verður með Harald Örn af ísnum. Mynd fyrir blaðið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar