Pálsfiskur í trollið

Ólafur Bernódusson

Pálsfiskur í trollið

Kaupa Í körfu

Skagaströnd | Pálsfiskur (Zenopsis conchifera) kom í trollið hjá Arnari HU 1 í síðasta túr. Fiskurinn, sem veiddist á Grindavíkurdýpi, er um 30 sm langur og því ungur fiskur þar sem fullvaxnir geta pálsfiskar orðið 80 cm langir. Pálsfiskur er afar sjaldgæfur við Íslandsstrendur enda þótt hann veiðist á strandsvæðum við Atlantshaf og sé einnig í Indlandshafi og við Ástralíu. Fiskurinn er silfurlitur, með dökka bletti á flötum búk og með harða geisla í uggunum. Þá er röð af horntönnum meðfram bakugga og raufarugga beggja vegna á fiskinum. Hann er miðsjávar- og botnfiskur á heimaslóðum sínum þar sem hann veiðist töluvert. MYNDATEXTI Furðufiskur Pálsfiskur er þunnvaxinn og höfuðstór.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar