Sigríður Anna Elísabet Nikulásdóttir

Friðrik Tryggvason

Sigríður Anna Elísabet Nikulásdóttir

Kaupa Í körfu

Í Grafíksafni Íslands sýnir Sigríður Anna Elísabet Nikulásdóttir akrílmálverk undir yfirheitinu „Fuglar himinsins“. Hópur fugla myndar form á fletinum, s.s. spíral, þríhyrning og hring. Eru þeir frekar fastir fyrir, ekki svífandi. Léttleika má reyndar finna í litum fuglanna sem eru skornir út í bakgrunni (sem er í raun forgrunnur miðað við vinnuferlið). Einnig skapast léttleiki í ágætlega heppnuðu samspili tveggja málverka „Fuglar í hringflugi“, þar sem fuglar hrynja í hring og tóm myndast á miðjum fleti eða á milli mynda. „Sumargestir“ og „Sólskríkjur“ lofa líka nokkuð góðu þegar litaspil nær út fyrir fuglaformin. En í heildina eru þetta þó heldur stirð málverk. Máski má tengja þau einhverjum frumstæðum flúrmyndum, en fyrir mitt leyti er þetta ekki alveg að gera sig. MYNDATEXTI Himinn „Fuglar hrynja í hring og tóm myndast á miðjum fleti ...“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar