Vala Flosadóttir

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Vala Flosadóttir

Kaupa Í körfu

Völu tókst ekki að verja Evrópmeistaratitilinn, en hún gaf hann ekki átakalaust eftir. Engum blöðum er um það að fletta að stangarstökkskeppni kvenna var ein allra skemmtileg asta greinin á Evrópumeistaramótinu. Niðurstaðan var Völu Flosadóttur og íslensku þjóðinni e.t.v. vonbrigði en samt sem áður var hún sanngjörn þar sem sú besta stóð uppi sem sigurvegari, Evrópumeistari og heimsmethafi, 4,45 m, það var Anzhela Balakhonova frá Úkraínu. Hún sýndi kænsku með því að taka áhættuna á að byrja seint og kom því óþreytt til keppni þegar aðrir keppendur voru búnir að brenna nokkru af þrekinu. Hún notaði aðeins 7 stökk til þess að tryggja sér gullið, á sama tíma og Vala varð að nota 14 stökk til þess að fá brons með 4,40 m. Tékkinn Daniela Bartova varð önnur, stökk jafnhátt og Vala, en notaði færri tilraunir til að ná þeirri hæð. Myndatexti: Vala Flosadóttir gerir atlögu að 4,40 m...stekkur, fer yfir ránna og fagnar góðu stökki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar