Fláajökull

Sigurður Mar Halldórsson

Fláajökull

Kaupa Í körfu

MÆLINGAR á Fláajökli sýna að jökullinn hefur lítið sem ekkert hopað frá síðustu mælingum í nóvember 2000. Þetta er mikil breyting því á árunum 1998 til 2000 hopaði jökullinn samtals um 45 metra. Mælingarnar eru gerðar á vegum Jöklarannsóknafélagsins og undanfarin ellefu ár hefur Eyjólfur Guðmundsson, skólameistari á Höfn, séð um að mæla jaðar Fláajökuls og Heinabergsjökuls. Mæld er vegalengdin frá föstum punkti að jaðri jökulsins og fást þannig upplýsingar um hreyfingar á jaðrinum frá ári til árs. MYNDATEXTI: Eyjólfur Guðmundsson mælir síðasta spottann að jaðri Fláajökuls. Mælingin sýndi að litlar breytingar hafa orðið á jöklinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar