Ómar Karlsson

Karl Sigurgeirsson

Ómar Karlsson

Kaupa Í körfu

Neðansjávarmyndavél kom að góðum notum á Húnaflóa Á ÞRIÐJUDAG fundu björgunarmenn lík sjómanns, sem drukknaði fyrir um einum og hálfum mánuði úti á rúmsjó á Húnaflóa. Það var hinn 8. október sl. að Friðrik Friðriksson, skipstjóri á Ingimundi Gamla HU 65, fórst með bát sínum í mynni Húnaflóa, en tveir menn björguðust í björgunarbát, þeir Haraldur Friðrik Arason, dóttursonur Friðriks, og Sveinn Garðarsson, frændi hans. Nánir vinir og aðstandendur sættu sig illa við að reyna ekki til þrautar að finna lík Friðriks, þrátt fyrir að björgunarsveitarmenn við allan Húnaflóa hefðu í nokkur skipti gengið stóran hluta af fjörum umhverfis flóann. Ráðist var í að fá neðansjávarmyndavél frá Djúpmynd hf. til Hvammstanga. Búnaðurinn er eins konar sleði, með áfestri myndavél, sem kemst niður á 300 m dýpi með fjarstýrðum sjálfkeyrandi búnaði. MYNDATEXTI: Ómar Karlsson um borð í Hörpu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar