Anne Runólfsson

Jim Smart

Anne Runólfsson

Kaupa Í körfu

Frá Broadway í Perluna ANNE Runólfsson á reykvískan föður, Kjartan Runólfsson, en fæddist og ólst upp í Kaliforníu. Hún kom fyrst til Íslands þriggja ára og svo aftur fjórtán ára, en þá dvaldist hún hjá systur sinni og frænku. "Þessi ferð er sennilega minnisstæðust. Ég var hérna allt sumarið og án foreldranna. Viðbrigðin voru auðvitað mikil að koma hingað frá Kaliforníu; ég man sérstaklega eftir brennisteinslyktinni og öllu hreina vatninu, kökunum sem mér fundust svo góðar, íslenskum pönnukökum, skyrinu og svo auðvitað hinum séríslensku pylsum með öllu. Mér fannst líka skringilegt að það var ekkert sjónvarp í júlí og hve sumarið var kalt," segir Anne, "það var bjart allan sólarhringinn og maður vissi varla hvenær ætti að fara að sofa og hvenær ætti að vakna." ENGINN MYNDATEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar