Hestamessa

Friðrik Tryggvason

Hestamessa

Kaupa Í körfu

HESTAFÓLK fjölmennti ríðandi á fákum sínum til Seljakirkju í Reykjavík í gær. Á hverju vori er efnt til sérstakrar guðsþjónustu fyrir hestafólk í kirkjunni og hefur kirkjureiðin notið vinsælda. Hópar ríðandi fólks á öllum aldri komu úr hesthúsahverfum í Víðidal, á Andvaravöllum, Gustssvæðinu og jafnvel víðar að. Búið var að setja upp vandað gerði fyrir hrossin utan við kirkjuna og þar hvíldu klárarnir lúin bein meðan knaparnir gengu til kirkju. Séra Valgeir Ástráðsson predikaði og Brokkkórinn söng undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar