Fræðibók ársins

Fræðibók ársins

Kaupa Í körfu

SÁÐMENN sandanna, Saga landgræðslu á Íslandi 1907-2007 hefur verið valin besta fræðibók ársins 2007 af Upplýsingu, Félagi bókasafns- og upplýsingafræða. Greint var frá niðurstöðu matsnefndar félagsins á aðalfundi félagsins í Þjóðarbókhlöðunni í gær. Við það tækifæri tók höfundur bókarinnar, Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur, við viðurkenningarskjali úr hendi Sigrúnar Klöru Hannesdóttur formanns Upplýsingar. MYNDATEXTI: Afhendingin Elín K. Guðbrandsdóttir, Andrés Arnalds, Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur, Sveinn Runólfsson og Sigrún Klara Hannesdóttir, formaður Upplýsingar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar