Sif Knudsen

Sif Knudsen

Kaupa Í körfu

KLÚBBUR danskra kvenna á Íslandi, Den danske kvindeklub, er ekki alls kostar sáttur við að hafa ekki fengið að hitta krónprinshjónin Friðrik og Maríu meðan á Íslandsdvöl þeirra stóð. Ein stjórnarkvenna klúbbsins, Sif Knudsen, segir konurnar ekki síður skúffaðar en félagsmenn Hins konunglega fjelags, sem ætla að leggja félagið niður af því þeim er aldrei boðið í konunglegar veislur. Steininn tók úr með heimsókn krónprinshjónanna, Hinu konunglega fjelagi var ekki boðið til veislu þeim til heiðurs eða að hitta þau yfirleitt. MYNDATEXTI Sif Knudsen úr hinum danska kvennaklúbbi er ekki síður skúffuð yfir því að hafa ekki fengið að hitta krónprinsinn og prinsessuna en Hið konunglega fjelag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar