Árvakur - Kolefnisjafnar

Árvakur - Kolefnisjafnar

Kaupa Í körfu

AKSTUR vegna dreifingar á Morgunblaðinu og 24 stundum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum verður kolefnisjafnaður samkvæmt samningi sem undirritaður var í gær á milli Árvakurs, Farms og Kolviðar. Til að jafna út aksturinn þarf að gróðursetja 2.115 tré á ári og verður þeim plantað á Geitasandi, milli Hellu og Hvolsvallar. Farmur sér um dreifingu blaðanna til blaðbera á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjunum. Við þann akstur blása bílarnir út um 225 tonnum af koltvísýringi á ári, jafnmikið og 2.115 tré binda af efninu. MYNDATEXTI: Grænar hendur Hrólfur Sumarliðason, Einar Sigurðsson og Soffía Waag Árnadóttir skrifuðu undir samning um gróðursetningu 2.115 trjáplantna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar