Setning Listahátíðar
Kaupa Í körfu
LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík var sett í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í gærkvöldi og var margt um dýrðir og ljúffengum veigum rennt niður. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra setti hátíðina og fyrir framan sviðið, fremst áheyrenda, sat hinn heimsþekkti kynlífsfræðingur Dr. Ruth 1 og hlýddi á ræður. Ruth tekur þátt Tilraunamaraþoni þeirra Hans Ulrich Obrist sýningarstjóra Serpentine gallerísins í London og myndlistarmannsins Ólafs Elíassonar. Þeir settu maraþonið formlega í gær. Ólafur og Þorgerður Katrín ræddu málinvið íslensku forsetahjónin undir ljúfum tónum Amiinu, Kippa og vina í Undralandi 2 sem spiluðu fyrir fullu porti Hafnarhússins 3. Fyrir utan safnið var hreyfanlega sýningarrýmið Module og vakti það mikla athygli og undrun vegfarenda því út úr því stungust sköguðu fótleggir 4. Sumir stóðust ekki mátið og veittu ókeypis fótanudd 5. Inni í safninu virtu gestir svo fyrir sér verk listamanna og voru litirnir fagrir 6 eins og oft vill verða í myndlistinni. Tilraunamaraþonið hefst í Hafnarhúsi kl. 10 í dag.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir