Jurgen Bruns-Berentelg

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Jurgen Bruns-Berentelg

Kaupa Í körfu

Hamborg er ein fjölmargra gamalla hafnarborga þar sem hafin er umfangsmikil endurskipulagning og uppbygging í kjölfar þess að flutningamáti á sjó hefur breyst. Flutningaskip hafa stækkað og ferming og uppskipun breyst. Ný hafnarsvæði hafa komið til sögunnar og þá skiptir máli að finna þeim eldri nýtt hlutverk. HafenCity Hamborg er stærsta þróunarverkefni í borg í Þýskalandi um þessar mundir. Það er Jürgen Bruns-Berentelg sem heldur um stjórnartaumana í HafenCity-verkefninu en áður hefur hann m.a. komið að uppbyggingu Potsdamer Platz í Berlín. Bruns-Berentelg var hér um hvítasunnuna og hélt þá erindi á ráðstefnunni Hafnarborgir: Endurbygging hafnarsvæða og miðborga. Þetta er vissulega athyglisvert efni fyrir Íslendinga, ekki síst Reykvíkinga, nú þegar uppbygging og endurskipulagning gömlu hafnarinnar í Reykjavík er hafin fyrir alvöru. MYNDATEXTI Stjórnandinn Jurgen Bruns-Berentelg stjórnar framkvæmdunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar