Flugsagan og frumkvöðlarnir

Haraldur Guðjónsson

Flugsagan og frumkvöðlarnir

Kaupa Í körfu

GAMALGRÓNIR flugkappar, flugmenn og flugvélstjórar rifjuðu upp gömul ævintýr og ný úr flugsögunni á fundi sem haldinn var í Skýli 25 í Fluggörðum síðastliðið mánudagskvöld. Fundarstjóri var Ómar Ragnarsson flugmaður með meiru. Dagskráin var liður í flugvikunni sem Flugmálafélag Íslands stendur fyrir og lýkur með sérstökum flugdegi á Reykjavíkurflugvelli næstkomandi laugardag. Frumkvöðlarnir stilltu sér upp við flugvélina TF-ÖGN til myndatöku. Flugvélina hönnuðu og smíðuðu þrír íslenskir flugvirkjar. Þeir hófu verkið 1932 en flugvélin flaug fyrst 23. nóvember 1940. TF-ÖGN var fyrsta flugvélin sem var smíðuð hér á landi. Frumkvöðlarnir eru f.v.: Magnús Guðmundsson, Aðalmundur Magnússon, Hörður Eiríksson, Haraldur Stefánsson, Ragnar Kvaran, Ottó Tynes, Karl Eiríksson, Erling Jóhannesson, Dagfinnur Stefánsson, Magnús Norðdahl og Smári Karlsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar