Barnadagur Laugarnesskóla

Friðrik Tryggvason

Barnadagur Laugarnesskóla

Kaupa Í körfu

NEMENDUR Laugarnesskóla tóku sprettinn í gær í tilefni af því að á morgun, sunnudag, er dagur barnsins. Áður en hlaupið var af stað fengu nemendurnir heimsókn frá Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra og fleiri góðum gestum sem kynntu þeim útgáfu nýrra veggspjalda, sem dreift verður í alla skóla, með ákvæðum Barnasáttmálans. Nemendur skólans og starfsfólk tóku vel á móti gestum með gleði og söng og lásu upp efni veggspjaldsins. Veggspjöldin eru ríkulega myndskreytt af Þórarni Leifssyni og er þetta í fyrsta sinn sem efni Barnasáttmálans er sett fram með þessum hætti hér á landi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar